Njáll Tóbíasson

ID: 16132
Fæðingarár : 1894
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1982

Njáll Tóbíasson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 8. febrúar, 1894. Dáinn 23. maí, 1982, grafinn í Cottage Grove í Oregon.

Maki: 8. október, 1912 í Alberta í Kanada Eva McMurray f. 27. júní, 1896, d. 19. febrúar, 1920 í Orton í Alberta.

Börn: Upplýsingar vantar um fimm börn þeirra.

Njáll sigldi til Englands ásamt föður sínum, Tóbíasi Tóbíassyni og Sigríði systur sinni vorið 1900. Dvöldu þar nokkra daga en fóru þaðan vestur um haf og komu til New York 2. júlí. Þaðan fóru þau landleiðina til Utah og komu til Cleveland 20. júlí, 1900. Njáll og faðir hans fóru einhverjum vikum seinna til Alberta í Kanada þar sem Njáll settist að en faðir hann sneri aftur til Íslands. Í desember, 1920 flutti Njáll með börn sín til Enterprise í Utah þar sem systir hans Sigríður bjó og annaðist hún þá börn hans. Þaðan lá leið hans og barnanna til Moapa Valley í Nevada haustið 1921 og fór Sigríður systir hans og fjölskylda hennar þangað líka. Seinna bjó Njáll í Oregon.