ID: 16258
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1926

Kristján G Anderson Mynd VÍÆ I
Kristján Gunnar Pálsson fæddist í Glenboro í Manitoba 23. ágúst, 1926. Kristjan G Anderson vestra.
Maki: 23. ágúst, 1952 Phyllis Jeffreys, enskur uppruni.
Barnlaus.
Kristján var sonur Páls Andréssonar (Paul Anderson) og Margrétar S Sigurgeirsdóttur í Glenboro. Kristján lauk barna- og unglingaskóla í Glenboro og B. Sc. frá verkfræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg árið 1948. Hann var verkfræðingur hjá Bell Telephone Co. í Toronto, vann í Engineering Institute of Canada and North America þar sem hann m.a. skrifaði ,,Standard practises for test procedures“. Bjó í Toronto.
