Skafti Benediktsson fæddist í Manitoba 22. mars, 1888. Dáinn 16. júlí, 1950 í Nýja Íslandi. Arason vestra.
Maki: 21. desember, 1918 Guðlaug Guttormsdóttir f. í Vopnafirði, N. Múlasýslu 23. september, 1887. Arason vestra.
Börn: 1. Jón f. 2. mars, 1920 2. Sigurveig f. 5. september, 1924 3. Ragnhildur f. 12. apríl, 1928.
Skafti var sonur Benedikt Arasonar og Sigurveigar Jónasdóttur frá S. Þingeyjarsýslu. Guðlaug var dóttir Guttorms Þorsteinssonar og Birgittu Maríu Jósefsdóttur, sem vestur fluttu árið 1893 með átta börn. Þau bjuggu á Gimli fyrstu þrjú árin en svo keypti Guttormur Húsavík í Víðinesbyggð. Guðlaug lauk kennaraprófi í Winnipeg og kenndi í Víðinesbyggð í sex ár. Þaðan lá leið hennar til Langruth og seinna í Arborg. Hún og Skafti bjuggu í Húsavík þar sem Skafti sá um póstþjónustu ein 33 ár.
