Halldóra Jónsdóttir

ID: 16506
Fæðingarár : 1890

Halldóra Jónsdóttir Mynd VÍÆ I

Halldóra Jónsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 29. júlí, 1890.

Maki: 9. janúar, 1914 Geir Björnsson f. í N. Þingeyjarsýslu 11. október, 1880. Dáinn í Vancouver 24. ágúst, 1958.

Börn: 1. Jón Guðmundur f. 1915 2. Ethel Ingibjörg Guðný f. 27. maí, 1919 3. Kathleen Sigurbjörg f. 19. nóvember, 1921 4. Bernice Elva f. 24. október, 1924.

Halldóra flutti til Vesturheims árið 1900 með móður sinni Sigurbjörgu Frímannsdóttur. Þær fóru til Manitoba og voru fyrst á Gimli, svo í Selkirk. Þar lést Sigurbjörg árið 1932. Geir var sonur Björns Björnssonar og Guðnýjar Valgerðar Einarsdóttur, sem vestur fluttu árið 1883. Þau settust að í Manitoba þar sem Geir og fjölskylda bjuggu til ársins 1950. Þá fluttu þau hjón vestur til Vancouver.