Halldór Björnsson

ID: 16510
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1948

Halldór Björnsson og Ingibjörg Dínusdóttir Mynd SÍND

Halldór Björnsson fæddist í Rangárvallasýslu 11. júlí, 1862. Dáinn í N. Dakota 1948.

Maki: Ingibjörg Jakobína Dínusdóttir f. 1874 í S. Þingeyjarsýslu.

Börn: 1. Björn 2. Tryggvi 3. Guðmundur 4. Kristján 5. Jónatan Dínus f. 28. desember, 1913 í Hallson 6. Andrés Freeman 7. Margrét 8. Sigríður.  Þrjú barna þeirra dóu kornung.

Halldór flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886. Óvíst hvenær Ingibjörg flutti vestur en foreldrar hennar og systkini fóru vestur árið 1879. Halldór nam land í Akrabyggð og bjó þar.