ID: 16519
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892
Dánarár : 1958
Hermann Björnsson fæddist í Argylebyggð í Manitoba 8. maí, 1892. Dáinn í Blaine, Washington 18. nóvember, 1958.
Maki: 13. nóvember, 1926 Sigurbjörg Friðbjarnardóttir f. á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 2. september, 1883.
Barnlaus.
Hermann var sonur Björns Björnssonar og Guðnýjar Vilhelmínu Einarsdóttur sem fóru vestur árið 1883 og námu land í Argylebyggð í Manitoba. Þar hét Grashóll. Sigurbjörg flutti vestur árið 1905 og settist að í Winnipeg.
