
Karólína Jóhannesdóttir Mynd VÍÆ I
Karólína Jóhannesdóttir fæddist í Hallson, N. Dakota 5. ágúst, 1896. Björnsson vestra.
Maki: 11. mars, 1924 Sigurður Árnason f. í Mountain í N. Dakota 18. nóvember, 1893. Sigurður Á Björnsson vestra.
Börn: Sigurður William f. 16. janúar, 1925 2. Anna Margrét f. 8. janúar, 1928. 3. Jóhannes Árni f. 21. ágúst, 1930 4. Guðrún Aileen f. 8. nóvember, 1932.
Foreldrar Karólínu voru Jóhannes Sæmundsson og Anna Margrét Hallgrímsdóttir, sem bjuggu í N. Dakota. Ung lærði Karólína tónlist, lék bæði á píanó og orgel. Hún var í mörg ár organisti hjá Vídalínssöfnuði í N. Dakota og var kennari í íslenska skólanum í Hallson og Hensel rúm fimm ár. Sigurður var sonur Árna Friðbjarnasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur í Mountain. Sigurður var í bandaríska sjóhernum frá 15. júlí, 1918 til stríðsloka, gerðist svo bóndi í sveitinni nærri Mountain.
