ID: 16562
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884

John Sigurjón Christopherson Mynd VÍÆ I
John Sigurjón Christopherson fæddist í Manitoba 15. september, 1884.
Ókvæntur og barnlaus.
John var sonur Hernit Kristóferssonar og Þóru Sigurðardóttur, fyrri konu hans, sem vestur fluttu úr S. Þingeyjarsýslu árið 1883. Þau settust að í Argylebyggð í Manitoba þar sem John gekk þar í grunnskóla og innritaðist eftir það í Wesley College í Winnipeg. Hann lærði lögfræði, útskrifaðist hjá Law Society of Manitoba árið 1914. Starfaði sem lögfræðingur frá árinu 1915.
