Ingvi S Eiríksson

ID: 16607
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892
Fæðingarstaður : Svold
Dánarár : 1971

Ingvi S Sveinsson og Herdís Kristjánsdóttir Mynd A Century Unfolds

Ingvi Sveinn Sveinsson fæddist í Svold í N. Dakota 28. ágúst, 1892. Dáinn í Framnesbyggð 16. maí, 1971. Ingvi S Erickson vestra.

Maki: 12. janúar, 1920 Herdís Kristjánsdóttir f. 26. nóvember, 1896 í S. Þingeyjarsýslu, d. á Betel á Gimli 15. maí, 1971.

Börn: 1. Emily Herdís f. 26. nóvember, 1921 2. Ingvi Sveinar f. 17. apríl, 1923 3. Esther Valdheiður f. 17. september, 1924 4. Helga f. 7. maí, 1929.

Ingvi ólst upp í Hallsonbyggð í N. Dakota og lauk þar grunnskólanámi. Fór til Winnipeg og stundaði þar nám við verslunarskóla. Herdís flutti vestur með stjúpmóður sinni, Ragnheiði Davíðsdóttur, árið 1909 og fóru Árdalsbyggð. Herdís flutti þaðan 2 árum síðar til Winnipeg og stundaði þar verslunarskólanám. Þar kynntist hún Ingva. Þau bjuggu í Arborg.