
Arnheiður Guttormsdóttir Mynd VÍÆ I
Arnheiður Guttormsdóttir fæddist 22. desember, 1904 í Otto í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Dáin í Winnipeg 15. mars, 1962. Eyjólfsson eftir giftingu.
Maki: Friðrik Frank Eyjólfsson f. 24. september, 1900 í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi.
Börn: 1. Maurice Carlyle f. 14. apríl, 1928 2. Melvin Frederick f. 13. mars, 1933, d. 14. desember, 1934 3. Unnsteinn Dennis f. 8. febrúar, 1939.
Arnheiður var dóttir Guttorms J Guttormssonar skálds og Jensínu Júlíu Daníelsdóttur. Hún flutti með þeim til Riverton þar sem hún lauk grunnskólanámi árið 1920. Starfaði fyrst hjá rafveitnni í bænum, síðan hjá pæostinum og varð póstmeistari 1925-28. Hún var símstöðvarstjóri 1925-50. Hún tók mikinn þátt í félagstarfi landa sinna í Riverton, ritari Bræðrasafnaðar, forseti þjóðræknisdeildarinnar og forstöðukona sunnudagaskólans. Loks var hún fjallkona Nýja Íslands á lýðveldishátíðinni 17. júní, 1944 og á Íslendingadeginum á Ginli árið 1956.
