ID: 16646
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900
Dánarár : 1950
Friðrik Frank Eyjólfsson fæddist 24. september, 1900 í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Dáinn 20. febrúar, 1950.
Maki: 28. júlí, 1927 Arnheiður Guttormsdóttir f. 22. desember, 1904 í Otto í Grunnavatnsbyggð í Manitoba, d. í Winnipeg 15. mars, 1962. Eyjólfsson eftir giftingu.
Börn: 1. Maurice Carlyle f. 14. apríl, 1928 2. Melvin Frederick f. 13. mars, 1933, d. 14. desember, 1934 3. Unnsteinn Dennis f. 8. febrúar, 1939.
Friðrik var sonur Þorsteins Eyjólfssonar og Lilju Hallsdóttur á Hóli í Fljótsbyggð. Arnheiður var dóttir Guttorms J Guttormssonar skálds og Jensínu Júlíu Daníelsdóttur. Friðrik byrjaði ungur að aðstoða föður sinn við búskapinn á Hóli, seinna vélstjóri á fiskibátum á Winnipegvatni.
