ID: 16664
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893
Fæðingarstaður : Churchbridge
Dánarár : 1950
Kambínus Guðjónsson fæddist í Churchbridge í Saskatchewan 18. júní, 1893. Dáinn 23. nóvember, 1950.
Maki: 18. desember, 1918 Anna Kristjana Halldórsdóttir f. 22. september, 1895.
Börn: 1. Halldór Guðjón f. 8. desember, 1919. Dáinn í Chicago 22. ágúst, 1956 2. Margrét Grace f. 25. júní, 1922. Bjó í Chicago.
Foreldrar Kambínusar komu frá Ísafirði árið 1887 og settust að í Churchbridge í Saskatchewan. Þangað kom Anna Kristjana og þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu seinna þaðan til Winnipeg í Manitoba.
