Kristjón Finnsson

ID: 16665
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894

Kristjón Kr. Finnsson Mynd VíÆ I

Kristjón Finnsson fæddist í Riverton í Nýja Íslandi 22. maí, 1894. Tók föðurnafn föður síns og skrifaði sig Kristjón Kr. Finnsson vestra.

Maki: 17. maí, 1924 Oddný Jónína Steingrímsdóttir f. 17. ágúst, 1892.

Börn: 1. Lovísa Frances f. 3. nóvember, 1925 2. Arnþór Kristjón f. 25. maí, 1927.

Kristjón var sonur Kristjóns Finnssonar og Þórunnar Bjargar Eiríksdóttur landnema í Nýja Íslandi. Foreldrar Oddnýjar voru Steingrímur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir úr Húnavatnssýslu, landnema 1900 í Víðirbyggð. Kristjón yngri stundaði búskap með föður sínum, gekk í kanadíska herinn í Fyrri heimstyrjöldinni og sneri aftur í búskapinn í Víðirbyggð.