Edwin T Guðmundsson

ID: 16717
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1914

Edwin Theodore Tímoteusson fæddist í Elfros í Saskatchewan 17. desember, 1914.

Maki: 26. júní, 1945 Anna Margaret Albertsdóttir Narfason f. 27. júní, 1917.

Börn: 1. Terry Lloyd f. 12. mars, 1946 2. Edwin Albert f. 16. janúar, 1949 3. Kathryn Lora Anne f. 30. júlí, 1952 4. Eric Thomas f. 15. júlí, 1956.

Foreldrar Edwin voru Tímóteus Guðmundsson og Þorbjörg Hallgrímsdóttir í Vatnabyggð í Saskatchewan. Ungur flutti Edwin til Winnipeg til að læra prentun. Komst að hjá Viking Press í borginni árið 1939 og tíu árum seinna keypti hann í félagi við J.V. Samson prentsmiðju Heimskringlu, sem fékk þá nafnið Viking Printers. Þeir félagar prentuðu síðan blaðið til ársins 1959.