Gunnbjörn I Stefánsson

ID: 2770
Fæðingarár : 1886

Gunnbjörn Ingvar Stefánsson Mynd VÍÆ I

Gunnbjörn Ingvar Stefánsson fæddist í Víðidal í Húnavatnssýslu 29. september, 1886.

Maki: 23. nóvember, 1946 Guðrún Margrét Jónsdóttir f. 10. ágúst, 1903 í Húnavatnssýslu.

Börn Guðrúnar af fyrra hjónabandi: 1. Jakob f. 11. maí, 1921 2. Guðfinna Kristín f. 7. febrúar, 1925 3. Tobías Már f. 13. ágúst, 1926.

Gunnbjörn kaus menntaveginn og lauk gagnfræðaprófi árið 1909. Sótti síðan kennaranámskeið í Reykjavík árið 1910 og hóf sinn kennsluferil sama ár. Hann var kennari á Rangárvöllum til ársins 1913 en hóf þá undirbúning að vesturför. Hann fór árið 1914 til Winnipeg og var þar og jafnframt af og til í N. Dakota til ársins 1916. Þaðan lá svo leið hans vestur til Saskatchewan þar sem hann gerðist bóndi. Á árunum 1930-40 óx Winnipeg hratt og tók þá Gunnbjörn þátt í húsasmíði þar í borg. Næst flutti hann vestur að Kyrrahafi og settist að í Salmon Arm þar sem hann ræktaði áxexti til ársins 1946. Hann settist í helgan stein í Vancouver árið 1947. Hann tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum landa sinna bæði í Winnipeg og í Vancouver. Skrifað greinar í íslensku vikublöðin vestra og birti þar líka eigin ljóð.