ID: 16731
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894
Dánarár : 1956

Fremri rög: Valtýr Emil, Rannveig og Björgvin. Fyrir aftan standa Björn og Guðmundur Leslie Mynd WtW
Björgvin Guðmundsson fæddist í Lundarbyggð 28. júlí, 1894. Dáinn þar 20. apríl, 1956.
Maki: 23. febrúar, 1923 Rannveig Dorothea Björnsdóttir f. í Grunnavatnsbyggð í Manitoba 13. sept. 1891.
Börn: 1. Valtýr Emil f. 28, janúar, 1924 2. Björn Ágúst f. 3. ágúst, 1927 3. Guðmundur Leslie f. 26. júlí, 1928.
Björgvin var sonur Guðmundar Guðmundssonar og Mekkín Jónsdóttur landnema í Álftavatnsbyggð í Manitoba árið 1894. Rannveig var dóttir Björns Þorsteinssonar og Þuríðar Hjálmsdóttur sem vestur fluttu árið 1887. Björgvin var bóndi í Lundarbyggð, þar hét Borg.
