ID: 16798
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891

Sigurrós Kristjónsdóttir Mynd VÍÆ IV
Sigurrós Kristjónsdóttir fæddist 20. apríl, 1891 í Nýja Íslandi.
Maki: Helgi G. Helgason f. í N. Þingeyjarsýslu 16. janúar, 1886. Tók föðurnafn föður síns vestra.
Börn: 1. Gunnar Eyþór f. 30. maí, 1922 2. Guðrún Sigurlaug f. 1. mars, 1924.
Sigurrós var dóttir Kristjóns Finnssonar og Þórunnar Bjargar Eiríksdóttur í Nýja Íslandi. Helgi var sonur Gunnars Helgasonar og Benediktu Maríu Helgadóttur, sem vestur fluttu árið 1887. . Helgi óx úr grasi í Hnausabyggð við Winnipegvatn og fór fljótlega að stunda fiskveiði þegar aldur leyfði. Seinna bætti hann svo búskap við.
