Ágúst Sigurðsson

ID: 16821
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1907

Ágúst Björgvin Sigurðsson fæddist í Selkirk í Manitoba 12. ágúst, 1907. Dr. Ágúst Björgvin Ingimundson vestra.

Maki: 16. október, 1937 Mekkín Pétursdóttir f. á Gimli 25. janúar, 1905.

Börn: 1. Ross Oswald f. 20. mars, 1936.

Ágúst var sonur Sigurðar Ingimundarsonar og Jónínu Bernharðsdóttur í Selkirk í Manitoba. Hann lauk grunnsóla- og miðskólanámi í Selkirk, innritaðist í Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan doktorsprófi í tannlækningum árið 1930. Vann við tannlækningar í Winnipeg eftir nám en opnaði síðan stofu á Gimli og var þar tannlæknir í mörg ár. Mekkín var dóttir Péturs Guðmundssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur, sem vestur fluttu til Manitoba árið 1900.