Ása S Jóhannesdóttir

ID: 16869
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890

Ása Sigurlaug Jóhannesdóttir Mynd VÍÆ IV

Ása Sigurlaug Jóhannesdóttir fæddist 4. júli, 1890 í Selkirk í Manitoba. Skaptason vestra.

Maki: 12. nóvember, 1913 Friðrik G Jónsson f. í Garðarbyggð í N. Dakota.

Börn: Uppeldisdóttir 1. Lois f. 23. október, 1924.

Ása var dóttir Jóhannesar Gíslasonar og Valgerðar Stefánsdóttur, sem vestur fluttu úr Húnavatnssýslu árið 1887. Þau settust að í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi en voru þar stutt, fóru til Selkirk og bjuggu þar fáein ár. Árið 1892 settust þau að í Duluth í Minnesota þar sem þau bjuggu til ársins 1902. Þá fluttu þau í Garðarbyggð í N. Dakota. Ása var tekin í fóstur af Birni Stefáni Jósefssyni og Margréti Stefánsdóttur, sem skrifuðu sig Skaptason vestra. Ása og Friðrik bjuggu alla tíð í Garðarbyggð.