Jósefbína Jósefsdóttir fæddist í Manitoba 3. nóvember, 1890.
Maki: 3. maí, 1913 Jón Björnsson f. í Vopnafirði í N. Múlasýslu 4. júlí, 1886. Johnson vestra.
Börn: 1. Guðrún Arnbjörg f. 9. september, 1914 2. Júlíus Björn f. 4. janúar, 1916 3. Sigmundur Joseph f. 29. desember, 1917 4. Pálína Hólmfríður f. 17. nóvember, 1920 5. Jóhann Vilhjálmur f. 25. maí, 1923 6. Helgi Óli f. 25. nóvember, 1925 7. Lára Þórey f. 15. nóvember, 1927 8. Jósefbína f. 15. maí, 1029 9. Anna Jónína f. 8. júlí, 1931. Öll fædd í Nýja Íslandi.
Jósefbína var dóttir Jósefs Sigurðssonar úr Eyjafirði og Arnbjargar Jónsdóttur sem vestur fluttu árið 1876. Jón fór vestur árið 1892 með foreldrum sínum, Birni Jónssyni og Guðrúnu Grímsdóttur. Þau settust að í Víðirnesbyggð í Nýja Íslandi þar sem Jón ólst upp. Hann var bóndi í Nýja Íslandi og stundaði fiskveiðar með búskapnum. Hann tók virkan þátt í félagsmálum Nýja Íslands og bjó á Gimli þegar aldurinn færðist yfir.
