
Snorri Kristjánsson Mynd VÍÆ I
Snorri Kristjánsson fæddist 8. október, 1862 í Húnavatnssýslu. Dáinn í San Diego 21. mars, 1944. Christianson vestra.
Maki: 4. nóvember, 1894 Elín Sigurðardóttir f. 21. maí, 1872 í Eyjafjarðarsýslu, d. 1966 í Blaine.
Children: 1. Njáll (Niel) f. 7. október, 1895 2. María (Mary) f. 9. september, 1897 3. Lúðvík Norðmann f. 11. febrúar, 1901 4. Aðalsteinn (Stanley) Laxdal f. 16. apríl, 1903 5. Þórhallur Snorri (Jack) f. 14. janúar, 1905 6. Kristján Sigurður f. 26. desember, 1906 7. Wilfred Laurier f. f. 15. september, 1908 8. Ólafur Mozart f. 27. nóvember, 1910 9. Sigvaldi (Walter) Björgvin f. 28. apríl, 1915.
Snorri flutti einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og freistaði gæfunnar í N. Dakota. Þar kynntist hann Elínu og hófu þau búskap í Mouse River í N. Dakota. Þaðan lá leiðin norður í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi árið 1898 og munu hafa verið þar til ársins 1904. Þá freistaði þeirra sléttan vestur í Saskatchewan og námu þau land í svokallaðri Garðarbyggð norðaustur af þorpinu Mozart. Auk bústarfa kenndi Snorri á hljóðfæri og söng. Árið 1920 fluttu þau til San Diego í Kaliforníu þar sem Snorri dó. Elín flutti þá norður í Stafholt í Blaine í Washington.
