Kristín M Eiríksdóttir

ID: 16996
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884

Kristín Margrét Eiríksdóttir fæddist 16. mars, 1884 í Minneota í Minnesota. Margret Lifman eða Magga Lifman vestra.

Maki: 21. apríl, 1913 Bjarnþór Jónsson f. í Mýrasýslu 29. ágúst, 1884, d. í Arborg í Manitoba 6. apríl, 1958. Bjarnthor (Thor) J. Lifman vestra.

Börn: 1. Bergþóra f. 18. júlí, 1914 í Winnipeg 2. Margrét f. 24. febrúar, 1916 í Winnipeg 3. Laufey f. 4. október, 1918 í Gimli 4. Baldur f. 9. ágúst, 1921 í Arborg 5. Stefanía f. 4. júní, 1923 í Arborg 6. Solborg Guðrún f. 29. september, 1927.

Foreldrar Kristínar, Eiríkur Jónsson og Vilborg Stefánsdóttir settust að í Minnesota árið 1878. Fluttu í Arborg í Manitoba árið 1901. Bjarnþór fór vestur til Manitoba með foreldrum sínum, Jóni Þorsteinssyni og Solveigu Bjarnadóttur, sem fóru til Nýja Íslands. Eftir nokkurn tíma þar ákváðu þau að flytja til Winnipeg. Bjarnþór var þá tekinn í fóstur af Kristjáni Sigurðssyni Lifman og konu hans, Guðlaugu Sigfúsdóttur á Gimli. Seinna tók Bjarnþór nafn fjölskyldunnar. Hann var ráðinn sölumaður hjá International Harvester Co. þar sem hann vann í 35 ár. Þau hjón bjuggu lengstum í Arborg og þar hélt Magga upp á 100 ára afmæli sitt 16. mars, 1984.

Dætur Bjarnþórs og Kristínar: Frá vinstri Solveig, Stefanía, Laufey, Margrét og Bergþóra Mynd A Century Unfolds