
Steinunn Sigurbjörg Stefánsdóttir Mynd VÍÆ I
Steinunn Sigurbjörg Stefánsdóttir fæddist 30. nóvember, 1879 í S. Múlasýslu.
Maki: 20. ágúst, 1950 Gísli Pétur Magnússon f. 8.júní, 1880 í Húnavatnssýslu. Dáinn 9. október, 1967.
Barnlaus. Gísli átti börn af fyrra hjónabandi.
Steinunn var dóttir Stefáns Hallfórssonar og Sigríðar Sigmundsdóttur, sem vestur fluttu árið 1887. Gísli flutti til Vesturheims árið 1883 með foreldrum sínum, Magnúsi Guðlaugssyni og Hólmfríði Jónsdóttur. Þau settust að í Manitoba. Gísli lærði bókband og prentiðn. Hann rak prentsmiðju á Gimli , Maple Leaf Printing and Publishing Co. og gaf þar út fréttablöðin ,,Gimlungur“ og ,,Heimilisvinurinn“. Hann kom víðar við sögu, ,,The Weekly Observer“ var gefinn út í Ashern og ,,Dagrenning“ í Winnipeg. Síðustu árin bjó hann í Lundar þar sem hann prentaði og gaf út vikublað með syni sínum Marlin.
