ID: 17036
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894
Dánarár : 1954
Louise Ketilbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 28. mars, 1894 í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Dáin 22. október, 1954.
Maki: 23. október, 1920 Magnús Valdimar Pálsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 26. apríl, 1889.
Börn: 1. Svava Louise f. 26. desember, 1920 2. Paul Þorsteinn f. 26. október, 1922 3. Anna Guðný Bernice f. 3. nóvember, 1923 4. Margaret Lorraine f. 1. ágúst, 1934.
Louise var dóttir Þorsteins Þorsteinssonar og Önnu Ingibjörgu Jónsdóttur í Vatnabyggð. Magnús flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1901. Bjuggu þar í þrjú ár en fluttu í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1904. Að lokinni herþjónustu vann hann á jörð föður síns í byggðinni frá 1919 til ársins 1939 en gerðist þá smiður í Leslie.
