Guðrún Finnbogadóttir

ID: 17168
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1885

Guðrún Finnbogadóttir Mynd VÍÆ I

Guðrún Finnbogadóttir fæddist í Milton í N. Dakota 15. janúar, 1885.

Maki: 26. júní, 1914 Björn Friðgeirsson f. í Eyjafjarðarsýslu 15. ágúst, 1869. Olgeirsson vestra.

Börn: Kjörsonur William Jóseph f. 30. september,1917.

Guðrún var dóttir Finnboga Erlendssonar og Önnu Sigurðardóttur, landnema í N. Dakota eftir 1883. Guðrún var um tíma forstöðukona dvalarheimilis eldri borgara að Borg í Mountain. Hín lauk miðskólaprófi í Mountain og hjúkrunatskóla í Duluth í Minnesota. Björn flutti vestur árið 1900, var eitthvað í Oregon, eftir það í Kanada en endaði sem bóndi í Mountain, N. Dakota.