ID: 17169
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1908
Violet May Guðnadóttir fæddist á Gimli 29. ágúst, 1908.
Maki; 1927 Arnljótur Vilberg Björnsson fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 4. mars, 1908. Olson vestra.
Börn: 1. Joy 2. Lillian 3. May 4. Hope.
Arnljótur var sonur Björns Björnssonar Olson á Gimli og Guðrúnar Sólmundsdóttur. Foreldrar Violet voru Guðni Þorsteinssona, póstmeistari á Gimli og s. kona hans Kristín Jóhannsdóttir. Arnljótur og Violet settust að í Lundar árið 1930 og opnuðu þar fljótlega bakarí. Þau unnu þar til ársins 1976.
