Kristín H Bjarnadóttir

ID: 17259
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897

Kristín Helga Grace Bjarnadóttir fæddist 12. nóvember, 1897 í Hnausum í Manitoba.

Maki: 15. júlí, 1919 Sigurður Victor Stefánsson fæddist í Hnausabyggð í Nýja Íslandi 23. janúar, 1895

Börn: 1. Stefán f. 19. nóvember, 1921 2. Helga Norma f. 4. mars, 1923 3. Valgerður Elisa f. 10. febrúar, 1925 4. Jóhannes Victor f. 6. júní, 1927 5. Gladys Kristrún f. 8. maí, 1930 6. Lillian Lois f. 31. desember, 1931 7. Lárus Ralph f. 8. apríl, 1936 8. Gordon Bjarni f. 14. janúar, 1938.

Kristín var dóttir Bjarna Marteinssonar frá Stafafelli í Lóni og Helgu Guðmundsdóttur frá Flögu í Breiðdal. Sigurður var sonur hjónanna Stefáns Sigurðssonar, kaupmanns í Hnausum og Valgerðar Jónsdóttur. Sigurður gekk í miðskóla að Hnausum og fór ungur að stunda fiskveiðar í Winnipegvatni og var seinna að auki með fiskverslun í Riverton. Hann sat í mörg ár í sveitarstjórn í Bifröst, varð svo bæjarstjóri í Riverton árið 1951.