Benedikt V Sigvaldason

ID: 17284
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Dánarár : 1955

Benedikt Valdimar Sigvaldason Mynd VÍÆ I

Benedikt Valdimar Sigvaldason fæddist í Geysirbyggð í Nýja Íslandi 30. ágúst, 1889. Dáinn 11. desember, 1955.

Maki: 26. mars, 1923 María Ingibjörg Ólafsdóttir f. í S. Múlasýslu 2. júní, 1902.

Börn: 1. Sólrún Ólafía f. 24. september, 1924 2. Ingimar f. 12. júní, 1926 3. Margrét Sigurrós f. 6. júlí, 1928 4. Þorbjörg Emily (Thorbjorg) f. 24. september,1931 5. Christine Mabel f. 10. maí, 1934 6. Bjarni Lawrence f. 6. apríl, 1937 7. Oscar Marínó f. 3. maí, 1939.

Benedikt var sonur Sigvalda Símonarsonar og Margrétar Benediktsdóttur úr Húnavantssýslu. Þau fluttu vestur árið 1887 og settust að í Framnesi í Geysisbyggð í Manitoba. María var dóttir Ólafs Árnasonar og Sólrúnar Árnadóttur sem vestur fluttu árið 1903, bjuggu fyrst á Gimli, þá Mikley og loks á Gilsá í Geysisbyggð. Benedikt var bóndi í Framnesi og tók mikinn þátt í samfélagsmálum. Hann var friðardómari, í stjórn samvinnuverslunar í Árborg, í stjórn rjómagerðar í Árborg, Cooperative Creamery.