Hallsteinn B Skaptason

ID: 17288
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Gimli

Hallsteinn Björnsson fæddist á Gimli 29. janúar, 1884.

Maki: 13. september, 1913 Anna Gunnlaugsdóttir f. í Saskatchewan 13. september, 1899.

Börn: 1. Hallsteinn f. 8. október, 1911, tvíburi 2. Joseph Björn f. 8. október, 1911 3. Haraldur Marelius f. 2. maí, 1914 4. Jóhann Skapti f. 9. desember, 1919.

Hallsteinn var sonur Björns S. Jósefssonar og Margrétar Stefánsdóttur sem vestur fluttu árið 1883. Anna var dóttir Gunnlaugs Jóhannssonar sem vestur flutti úr Eyjafirði árið 1888 og f. konu hans, Elínar Jónsdóttur. Hallsteinn fylgdi foreldrum sínum til Selkirk árið 1885 og þaðan til Winnipeg 1890. Fór með þeim í Hnausabyggð en fór þaðan í verslunarskóla í Winnipeg. Vann við fasteignasölu í Winnipeg, framkvæmdarstjóri Heimskringlu 1913-1916, reyndi næst búskap í Argylebyggð 1916-1933. Hann gerðist kaupmaður í Ashern í Manitoba en endaði svo í fasteignasölu í Winnipeg.