
Sigurgeir Stefánsson

Sigrún Sigurgeirsdóttir
Sigurgeir Stefánsson fæddist að Hnausum í Nýja Íslandi 15. nóvember, 1894.
Maki: 27. september, 1921 Sigrún Sigurgeirsdóttir f. að Hnausum.
Börn: 1. Jón Ólafur f. 12. júlí, 1922 2. Gladys Guðbjörg f. 27. nóvember, 1923 3. Stefán Sigurgeir f. 3. nóvember, 1929.
Sigurgeir var sonur Stefáns Guðnasonar og Jóhönnu Hannesdóttur landnema í Geysisbyggð í Manitoba. Foreldrar Sigrúnar voru Steingrímur Sigurgeir Einarsson og Guðbjörg Björnsdóttir sem bjuggu í Mýrum í Hnausabyggð. Sigurgeir ólst upp á Hnausum og aðstoðaði föður sinn við búskapinn. Hann gegndi herþjónustu í kanadíska hernum 1916-1919 og barðist í Frakklandi. Eftir frækilega för til Evrópu kom hann heim og vann landbúnaðarstörf hjá bændum í Hnausabyggð uns hann keypti jörð og hóf búskap á eigin landi. Eftir 20 ár sneri hann sér að verslun og rak eina að Hnausum og aðra í Árborg.
