ID: 17367
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897

Vilberg Grímsson Mynd VÍÆ II
Vilberg Daníelsson fæddist 11. júní, 1897 í Garðarbyggð í N. Dakota. Grímss0n vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann var sonur Daníels Grímssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur sem fluttu vestur árið 1885 og settust að í Garðar í N. Dakota. Hann flutti með þeim í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906 þar sem hann ólst upp. Gegndi herþjónustu 1917-1919 líkt og bróðir hans Jón Helgi og saman settust þeir að í South Bend í Indiana. Þar unnu þeir saman um tíma á rafmagnsverkstæði. Jón hætti fyrr störfum en Vilberg var þar alla tíð.
