Þorsteinn Jónsson

ID: 2841
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1956

Þorsteinn Jónsson fæddist 1. september, 1877 í V. Skaftafellssýslu. Dáinn í Prince Rupert 1956. Steini Johnson í Ósland.

Ókvæntur og barnlaus.

Bústaður Þorsteins í Ósland Mynd MoO

Þorsteinn fór vestur til Winnipeg í Kanada árið 1912. Hafðist þar við fyrsta árið en fór vestur að Kyrrahafi ári síðar. Hann nam land í Ósland byggðinni í Bresku Kolumbía. Hann  reisti þar bjálkakofa og stundaði búskap. Var mest með geitur.