Halldór Á Guðmundsen

ID: 17445
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893

Halldór Árnason Mynd VÍÆ II

Halldór Árnason fæddist á Washington Island í Wisconsin 26. október, 1893. Gudmundsen vestra.

Maki: Kristín Ingibjörg Káradóttir f. 2. apríl, 1899.

Börn: 1. Theresa Ann f. 26. febrúar, 1924 2. David Halldór, kjörsonur.

Halldór var sonur Árna Guðmundsen og Halldóru Magnúsdóttur, landnema á Washingtoneyju. Hann stundaði miðskólanám í Racine í Wisconsin og gerðist fasteignasali. Kristín var dóttir Kára Bjarnasonar og Sigurlínu Þorsteinsdóttur, sem vestur fluttu árið 1899.