ID: 17462
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1913

Lawrence Guðmundsson Mynd VÍÆ II
Lawrence Guðmundsson fæddist í Mountain í N. Dakota 18. mars, 1913.
Maki: Rosline Ólafsson.
Börn: 1. Kenneth 2. Dennis 3. Linda. Þau drukknuðu í Puget Sound, rétt hjá Seattle.
Lawrence var sonur Guðmundar Guðmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur í Mountain. Hann var í Heimstyrjöldinni síðari í Evrópu, um tíma á Íslandi. Hann var smiður í Seattle.
