Helgi Jónsson

ID: 17557
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897

Helgi Jónsson Mynd VÍÆ II

Helgi Jónsson fæddist í Ísafoldarbyggð í Nýja Íslandi 3. júlí, 1897. Hornfjörð eða Hornford vestra.

Maki: 14. júní, 1924 Laufey Hansína Jónasdóttir f. 6. maí, 1898 í Winnipeg.

Börn: 1. Harold Þorsteinn f. 13. júlí,1925 2. Herbert Earl f. 10. febrúar, 1929 3. Helgi f. 23. september, 1932.

Foreldrar Helga, Jón Jónsson Hornfjörð og Guðleif Árnadóttir bjuggu í Nýja Íslandi , fyrst í Ísafoldarbyggð en fluttu árið 1901 í Framnesbyggð. Þau fluttu svo í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1922. Þar stundaði Helgi fiskveiðar en sneri sér síðan að viðskiptum og vann verslunarstörf. Seinna hóf hann búskap nærri Elfros þar sem hann sat í skólaráði og vann í samvinnumálum bænda þar um slóðir.