Sigríður Sigurðardóttir

ID: 17676
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1922

Sigríður Sigurðardóttir Nordal fæddist í Húnavatnssýslu 31. maí, 1874. Dáin 8. febrúar, 1922.

Maki: 24. janúar, 1904 Snorri Jónsson f. 28. febrúar, 1867 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn í Vancouver 30. september, 1961. Johnson vestra.

Börn: 1. Eggert Ó Brím  2. Jón G. f. 22. febrúar, 1906, d. 1956  3. Sigurður Nordal f. 2. október, 1909 4. Lárus Þórarinn f. 20. júní, 1916, d. 19. mars, 1950 5. H. Sveinbjörn f. 31. júlí, 1918 6. Valgerður 7. Guðhilda 8. Einara (Enid) 9. Helga.

Sigríður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893. Hún var dóttir Sigurðar Guðmundssonar og Valgerðar Jónsdóttur sem vestur fluttu árið 1874 en hún ólst upp hjá Séra Eggerti Ó Briem á Höskuldsstöðum. Fór vestur árið 1893. Snorri fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og settist þar að. Bjó seinna 10 ár í Brandon, var bóndi í Nýja Íslandi og keypti land í Hólarbyggð í Saskatchewan árið 1895. Þar bjó hann til ársins 1919. Hann bjó þá í Brownbyggð og Rivers í Manitoba áður en hann flutti vestur að hafi árið 1947. Dvaldi síðast á dvalarheimili aldraðra Höfn þar í borg.