ID: 2871
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1914
Jóhanna Margrét Jesdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. september, 1870. Skráð Jensdóttir í Vesturfaraskrá.
Foreldrar hennar voru Halldóra Samúelsdóttir og Jes Nicolaj Thomsen, f. í Barðastrandasýslu.
Halldóra fór frá Vestmannaeyjum síðla árs, 1870 með Jóhönnu nýfædda. Trúlega lá leiðin til Bretlands eða Danmerkur og svo þaðan vestur um haf til Spanish Fork í Utah en þangað mun hún hafa komið árið 1871.
