
Jón Frímann Jónsson og Ásrún Jónsdóttir Mynd RbQ
Jón Frímann Jónsson fæddist í Pembina í N. Dakota 24. október, 1884. Dáinn í Blaine í Washington 14. ágúst, 1952. Skrifaði sig John F. Johnson vestra.
Maki: 15. desember, 1910 Ásrún Jónsdóttir f. í Bárðardal í S. Þingeyjarsýslu 20. apríl, 1893. Dáin 1981 í Blaine.
Börn: 1. Baldur Theodore f. 12. október, 1911 2. Anna Kristjana f. 22. júlí, 1914 3. Carl Franklin f. 18. mars, 1919.
Jón, sonur Jóns Jónssonar frá Munkaþverá og Guðnýjar Eiríksdóttur, var í föðurhúsum til ársins 1904 en þá flutti hann í Vatnabyggð í Saskatchewan líkt og faðir hans. Hann opnaði verslun í Wynyard or rak í nokkur ár. Flutti til Vancouver árið 1911 og þaðan suður til Blaine í Washington ári seinna. Ásrún fór vestur til Winnipeg í Manitoba með föður sínum, Jóni Jónssyni frá Mýri í Bárðardal árið 1903 og í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906.
