
Runólfur Runólfsson Mynd FVTV
Runólfur Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 10. apríl, 1851. Dáinn 20. janúar, 1929.
Maki: 1) 29. október, 1871 Valgerður Níelsdóttir f. 27. maí, 1847 í Rangárvallasýslu, d. 6. apríl, 1919. 2) 16. september, 1921 Björnlaug Eyjólfsdóttir f. 13. júní, 1861, d. 23. nóvember, 1942
Börn: Með Valgerði sem náðu fullorðinsárum: 1. Albert Loftur f. 5. mars, 1876, d. 10. nóvember, 1950 í Kaliforníu 2. Sigríður Jóhanna f. 16. nóvember, 1878, d. 6.janúar, 1960 3. William Marenus f. 14. september, 1882, d. 12. nóvember, 1944 4. Andrew Christian f. 18. nóvember, 1884, d. 19. desember, 1944. Fædd á Íslandi sem dóu ung: 1. Árni Kristján f. 1873 2. Níels f. 1881 dó á leiðinni yfir hafið. Runólfur og Björnlaug áttu ekki börn saman.
Runólfur fór vestur til Spanish Fork í Utah með fjölskyldu sína árið 1881. Þau fóru fyrst til N. Dakota og ætluðu að setjast þar að en Björn, bróðir Runólfs, hvatti hann stöðugt til að koma til Spanish Fork í Utah og létu þau tilleiðast síðla árs, 1882. Runólfur vann fjarri heimili og að hætti Mormóna þá tók hann sér aðra konu. Þegar hann sneri aftur til Spanish Fork var Valgerði ekki skemmt, henni kom ekki til hugar að deila manni sínum með annarri konu og gaf honum afarkosti. Burt með konuna og mormónatrúna eða í þetta hús kemurðu aldrei framar. Runólfur lét undan og varð prestur lútherska safnaðarins íslenska í Spanish Fork. Þau fluttu vestur til Seattle árið 1904 en lútherska Runólfs féll ekki í kramið hjá löndum hans þar svo hann sneri aftur til Íslands og var þar til ársins 1916. Þá fór hann aftur til Spanish Fork og þjónaði löndum sínum þar.
