Kristján Guðnason

ID: 2916
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1950

Kristján Guðnason fæddist í Vestmannaeyjum 5. maí, 1868. Dáinn 30. maí, 1950 í Spanish Fork.

Maki: 3. apríl, 1901 Ágústa Halldóra Sigurðardóttir f. 14.október, 1853 í Skagafjarðarsýslu. Þau skildu.

Barnlaus

Kristján fór vestur árið 1886 frá Vestmannaeyjum til Spanish Fork í Utah. Ágústa var ekkja eftir Tómas Ingjaldsson en þau fóru vestur til Kanada árið 1883.