
Markús Vigfússon Mynd FVTV

Guðríður Wúlfsdóttir Mynd FVTV
Markús Vigfússon fæddist í Kaupmannahöfn 25. desember, 1851. Dáinn 6. desember, 1921. Markus Johnson í Utah.
Maki: 21. október, 1882 Guðríður Wúlfsdóttir f. 26. apríl, 1858 í Vestmannaeyjum. Dáin 8. desember, 1933. Faðir hennar hét Woolf og var danskur skipstjóri. Var Gudridur W. Johnson og Gudridur Wolfsdottir í Utah.
Börn: 1. Margrét Jónína f. 21. nóvember, 1879, dáin 26. febrúar, 1925 2. Sigríður Ingibjörg f. 21. júlí, 1883, d. 6. september, 1943 í Idaho 3. Valdimar Einar f. 23. mars, 1885, d. 2. júní, 1886 á leiðinni til Utah 4. Christina Mary f. 20. nóvember, 1895, d. 15. október, 1959.
Þau fluttu frá Vestmannaeyjum vestur til Spanish Fork í Utah árið 1886. Samferða þeim vestur var móðir Guðríðar, Valgerður Jónsdóttir.
