ID: 18501
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901
Thordís Anna Eyjólfsson fæddist 22. desember, 1901 í Nýja Íslandi.
Maki: 3. október, 1923 Dr. Steinn Ó Thompson læknir í Riverton, Steinn Ólafur Sveinsson f. í Winnipeg 23. nóvember, 1893.
Börn: 1. Dorothy Ellen f. 29. janúar, 1925 2. Margaret Emely f. 14. maí, 1926 3. John David f. 7. mars, 1929 4. Robert Kenneth f. 18. janúar, 1933.
Thordís var dóttir Gunnsteins Eyjólfssonar og Guðfinnu Eiríksdóttur í Unalandi í Fljótsbyggð. Hún tók kennarapróf árið 1921 og var kennari fyrir hjónaband. Gerðist ritari og gjaldkeri skólahéraðs Riverton og var organisti og stjórnandi kórs lútersku kirkjunnar í Riverton ein 13 ár.
