ID: 2954
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1920

Árni Pálsson Mynd FVTV
Árni Pálsson fæddist í Vestmannaeyjum 8. september, 1879. Dáinn 14. ágúst, 1920. Autna Paul Johnson
Maki: 24. maí, 1906 Emilía Einarsdóttir f. 28. nóvember, 1886. Dáin 18. nóvember, 1958
Börn: 1. Cecil 2. Christine 3. Willis Heber 4. Helen 5. Autney 6. Jack.
Árni fór vestur frá Vestmannaeyjum til Spanish Fork í Utah árið 1881, samferða móður sinni og bróður. Faðir hans kom ári síðar. Foreldrar Emilíu voru Einar Hermann Jónsson og Guðrún Hallgrímsdóttir úr N. Múlasýslu. Þau bjuggu eitthvað í Duluth í Minnesota og þar fæddist Emilía. Heimildir vestanhafs og ein íslensk segja hana fædda 1886 en Vesturfaraskrá segir foreldra hennar hafa farið frá Vopnafirði árið 1888!!
