ID: 18601
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1913

Jón Þ Sigurðsson Mynd VÍÆ III
Jón Þorgrímur Þorgrímsson fæddist í Framnesbyggð 19. ágúst, 1913. Sigurðsson eða Sigurdson vestra.
Maki: 6. maí, 1941 Guðrún Sveinsdóttir f. 24. janúar, 1922 í Geysisbyggð.
Börn: 1. Loretta Anne f. 8. mars, 1942 2. Colleen Gayle f. 24. maí, 1946.
Jón var sonur Þorgríms Sigurðssonar og Magneu Geirsdóttur, landnema í Framnesbyggð. Að loknu grunnskólanámi lærði Jón vélaviðgerðir og vann við það þar til hann kvæntist. Tók þá við búi að Storð í Framnesbyggð. Guðrún var dóttir Sveins Eyjólfssonar og Þuríðar Steinunnar Stefánsdóttur sem fædd var í Garðarbyggð í N. Dakota.
