Björn J Björnsson

ID: 18801
Fæðingarár : 1847
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1931

Björn Jón Björnsson fæddist 10. janúar, 1847 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn á Betel í Gimli 7. nóvember, 1931.

Maki: Ingibjörg Brynjólfsdóttir f. 11. júní, 1850 í Skagafjarðarsýslu d. 28. ágúst, 1932 í Gimli.

Börn: 1. Brynjólfur Egill f. 11. október, 1875, d. 1936 2. Lárína Halldóra f. 13. nóvember, 1879. Þau tóku í fóstur frænku Björns, Elínu Andrésdóttur.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og settust að í Ísafoldarbyggð. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1901 þegar Winnipegvatn flæddi og neyddi þau af landi sínu. Þau fluttu þá í Framnesbyggð.