
Guðmundur Guðmundsson og Jóhanna Guðmunds-dóttir Mynd FVTV
Guðmundur Guðmundsson fæddist í Rangárvallasýslu 22. janúar, 1842. Dáinn 24. ágúst, 1919.
Maki: 16. október, 1868 Jóhanna Guðmundsdóttir f. 1. október, 1841 í Vestmannaeyjum, d. 22. apríl, 1935.
Börn: 1. Sólrún f. 11. október, 1867, d. 8. mars, 1949 2. Jóhanna f. 20. janúar, 1870, d. 24. nóvember, 1892 3. Ingveldur f. 30. desember, 1874, d. 11. júlí, 1966 4. Guðbjörg f. 14. nóvember, 1876, d. 27. maí, 1962 5. María f. 11. maí, 1878, d. 15. september, 1951 6. Jónína Steinunn f. 31. janúar, 1880, d. 4. mars, 1963. 7. Ragnhildur f. 2.maí, 1873, d. 9. nóvember, 1891. Jóhanna átti Sæmund Sæmundsson fyrir.
Guðmundur og Jóhanna fóru með Guðbjörgu, Jónínu, Maríu og Sæmund vestur til Spanish Fork í Utah árið 1886. Ingveldur fór þangað 1887 og þær Sólrún, Ragnhildur og Jóhanna árið 1888. Guðmundur og Jóhanna fluttu þaðan ásamt þeim Sólrúnu, Guðbjörgu og Jóhönnu til Raymond í Alberta í Kanada. Þar bjuggu þau í sex ár en sneru þá til baka til Mapleton í Utah þar sem þau bjuggu síðan. Sólrún og Guðbjörg urðu báðar eftir í Raymond.
