
María Guðmundsdóttir Mynd FVTV
María Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 11. maí, 1878. Dáin 15. september, 1951 í Utah. Mary Goodmanson Aitken eða Mary Goodman í Utah
Maki: 1) 1898 Julius Whitmore 2) 25. apríl, 1902 Charles Henry Aitken f. 16. febrúar, 1867, d. 10. apríl, 1938.
Börn: Með Julius 1. LeRoy. Með Charles 1. Charles G 2. Wilford Henry 3. Vern Samuel 4. Eva Jane 5. James Loren 6. Hazel Marie 7. Kathleen 8. Edwen M 9. Edith 10. Fern 11. Chester Dale 12. Leon
María flutti vestur til Spanish Fork í Utah með foreldrum sínum árið 1886. Charles og María hófu búskap í Clear Creek í Utah en fluttu árið 1903 til Raymond í Alberta í Kanada þar sem foreldrar hennar voru komnir. Fluttu þaðan vorið 1919 og settust að í Castle Dale í Utah. Voru þar til ársins 1923 en þá fluttu þau til Mapleton. Bjuggu um skeið í Springville en fluttu þaðan árið 1929 til Orem.
