
Hjörtur Bergsteinsson Mynd VÍÆ II
Hjörtur Bergsteinsson fæddist í Rangárvallasýslu 1. maí, 1865. Dáinn í Saskatchewan 10. júní, 1956.
Maki: 21. september, 1894 Þórunn Guðlaug Þorsteinsdóttir f. 27. maí, 1873.
Börn: 1. Baldur f. 31. ágúst, 1895 2. Ingólfur f. 6. mars, 1897 3. Leifur f. 21. febrúar, 1899 4. Gunnar Hrafn f. 30. nóvember, 1900 d. í Souris í Manitoba 14. október, 1937 5. Hallur Njáll f. 12. október, 1902 6. Kristín Guðný f. 16. nóvember, 1904 7. Albert f. 1906, dó ungbarn 8. Margaret Valentine f. 14. febrúar, 1908 9. Mabel Alexandra f. 31. desember, 1910 10. Þórunn (Thorunn) f. 9. október, 1912 11. Albert f. 1. október, 1915, d. 1919 12. Iðunn (Ithun) f. 8. júní, 1916.
Hann fór til Vesturheims árið 1887, vann til að byrja með við járnbrautir en var fljótlega gerður að eftirlitsmanni með vinnuhópum sem önnuðust eftirlit og viðgerðir á járnbrautum C. P. R. félagsins. Sinnti hann þessu bæði í Manitoba og Saskatchewan. Hann breytti um starf og gerðist bóndi í Saskatchewan árin 1898-1938. Bjó í Craik í Saskatchewan. Þórunn flutti vestur með móður sinni og systkinum árið 1886.
