Davíð Jónsson

ID: 3154
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1926

Davíð Jónsson Mynd VÍÆ II

Davíð Jónsson fæddist 12. apríl, 1877 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Manitoba 1926. David Johnson vestra.

Maki: 3. október, 1914 Pálína Margrét Hafliðadóttir f. í Skagafjarðarsýslu 14. júní, 1883, d. 23. október, 1959 á Betel í Gimli.

Börn: 1. Ásta Laufey f. 1. maí, 1917 2. Helgi Ágúst f. 12. ágúst, 1915, d. 27. september, 1915 3. Helgi Jón f. 28. apríl, 1919.

Davíð flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1901 og settist að í Nýja Íslandi. Stundaði fiskveiðar í Winnipegvatni. Pálína flutti vestur árið 1914.