ID: 3175
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1949
Salbjörg Ásgerður Guðmundsdóttir fæddist 26. október, 1864 í Dalasýslu. Dáin í Akrabyggð í N. Dakota 28. mars, 1949
Maki: 1888 Ólafur Magnússon f. í Mýrasýslu árið 1859. Dáinn í N. Dakota 3. júní, 1909.
Börn: 1. Hjartfríður f. 24. mars, 1889 2. Ingiríður f. 24. febrúar, 1891 3. Magnús Christopher f. 27. febrúar, 1893 4. Sigríður f. 1894 5. Ásthildur f. 1899 6. Hjörtur f.1902 7. Magnús Albert f. 1904 8. Elín f. 1906 9. Emil f. 17. febrúar, 1908.
Ólafur og Ásgerður fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og námu land í Akrabyggð. Þar gengu þau í hjónaband. Með þem vestur fór móðir Ólafs, Ragnhildur Guðmundsdóttir 65 ára.
